Verður haldinn mánudaginn 9. okt. kl.20:00 í safnaðarsal kirkjunnar.
Ingrid Kuhlman, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar ehf, flytur fyrirlestur um Tímastjórnun í starfi og einkalífi. Í fyrirlestri sínum kemur Ingrid inn á mikilvægi þess að skapa tíma fyrir mikilvægustu verkefnin með góðri forgangsröðun og skipulagningu og takast á við truflanir af ýmsum toga. Tekin eru fyrir atriði eins og algengir tímaþjófar, frestun, að segja nei og jákvætt hugarfar.
Kaffiveitingar og fyrirspurnir.< ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />
Mætum vel og tökum með okkur gesti.
Stjórnin