Nýráðinn æskulýðsfulltrúi Gunnar Einar Steingrímsson, sem ráðinn hefur verið í fullt starf við Grafarvogskirkju, hefur störf þann 1. ágúst 2006.
Nýráðinn æskulýðsfulltrúi Gunnar Einar Steingrímsson, sem ráðinn hefur verið í fullt starf við Grafarvogskirkju, hefur störf þann 1. ágúst 2006.
Í raun má færa fyrir því rök að löngu hafi verið orðið tímabært að ráða æskulýðsfulltrúa í fullt starf við þessa kirkju. Hér höfum við ekki einungis stærsta söfnuð landsins, heldur einnig ákaflega barnmargan og því er þörfin brýn. Lögð verður áhersla á efra hverfið, sem hefur (sökum fjarlægðar við kirkjuna) átt á brattann að sækja í barna- og unglingastarfi.
Gunnar Einar hefur lokið BA námi frá Guðfræðideild Háskóla Íslands og hefur mikla reynslu af barna- og unglingastarfi í kirkjunni. Kona Gunnars er Erla Valdís Jónsdóttir og eiga þau tvö börn saman. Gunnar Einar býr hér í hverfinu með fjölskyldu sinni og hundum. Það er okkar einlæga ósk að honum farnist vel í þessu nýja og spennandi starfi.
Svo auglýsist það hér með, að hinn nýráðni æskulýðsfulltrúi mun taka þátt í guðsþjónustunni á Grafarvogsdeginum og verður þar með predikun dagsins. Hvetjum við alla til að koma og hlusta á og taka þannig vel á móti honum.