Séra Elínborg Gísladóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Séra Elínborg Gísladóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Kór Grafarvogskirkju syngur.
Organisti: Gróa Hreinsdóttir.
Sunnudagurinn 16. júlí 2006 er fimmti sunnudagur eftir þrenningarhátíð og vers vikunnar er: Því af náð eruð þér hólpin orðin fyrir trú. Þetta er ekki yður að þakka. Það er Guðs gjöf. Ef.2,8.
Þessi guðsþjónusta mun jafnframt vera sú síðasta sem sr. Elínborg annast fyrir Grafarvogskirkju að sinni. En hún hefur þjónað við kirkjuna í fjarveru þriggja presta, samanlagt í um eins og hálfs árs skeið. Kunna prestar, sóknarnefnd, starfsfólk og að sjálfsögðu sóknarbörn henni hjartans þakkir fyrir þjónustu hennar og góða viðkynningu.
Sjá hér aðrar upplýsingar um texta og bænir dagsins.