Mikil hátíð og sannkölluð eftirvænting jóla var við undirritun samkomulags um samstarfs borgar, ríkis og kirkju um uppbyggingu menningarmiðstöðvar og kirkjusels í Spöng. Lögreglan, Borgarbókasafn, fjölskylduþjónusta Miðgarðs og Grafarvogskirkja standa að því. Sjá myndir frá undirrituninni og hátíðarhöldunum af því tilefni.

Mikil hátíð og sannkölluð eftirvænting jóla var við undirritun samkomulags um samstarfs borgar, ríkis og kirkju um uppbyggingu menningarmiðstöðvar og kirkjusels í Spöng. Lögreglan, Borgarbókasafn, fjölskylduþjónusta Miðgarðs og Grafarvogskirkja standa að því. Sjá myndir frá undirrituninni og hátíðarhöldunum af því tilefni.

Við hátíðarhöldin var eftirfarandi yfirlýsing unddirrituð:

Viljayfirlýsing hverfisráðs Grafarvogs, Lögreglunnar í Reykjavík og sóknarnefndar Grafarvogskirkju um samstarf í nýrri þjónustu- og menningarmiðstöð í Spöng.

Hverfisráð Grafarvogs, Lögreglan í Reykjavík og Sóknarnefnd Grafarvogskirkju fagna ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 1. desember 2005 um að hefja undirbúning að byggingu þjónustu- og menningarmiðstöðvar í Spönginni og lýsa yfir vilja sínum til að vinna saman að því verkefni.

Ofangreindir aðilar sjá mikinn hag í því að hafa mjög náið samstarf í hinni nýju þjónustu- og menningarmiðstöð þegar hún rís og þar með bæta samþætta þjónustu Miðgarðs, kirkjunnar, lögreglunnar og bókasafns, íbúum og hverfinu til heilla. Byggt verður ofan á þá reynslu sem þegar er til staðar og samstarfið eflt enn frekar.

Hverfisráð Grafarvogs, Lögreglan í Reykjavík og Sóknarnefnd Grafarvogskirkju lýsa yfir vilja til að koma að og taka þátt í nákvæmri þarfagreiningu fyrir bygginguna sem boðuð hefur verið og hafa nána samvinnu á byggingartíma svo hún megi nýtast sem best og verða hverfinu sú lyftistöng sem að er stefnt.

Reykjavík, 18. desember 2005

_____________________________
Stefán Jón Hafstein,
formaður hverfisráðs Grafarvogs.

______________________________
Ingimundur Einarsson,
varalögreglustjóri.

_____________________________
Bjarni Grímsson,
formaður sóknarnefndar Grafarvogskirkju