Í tilefni af ákvörðun um byggingu þjónustu- og menningarmiðstöðvar í Spönginni bjóða þeir aðilar sem að byggingunni standa til hátíðarhalda sunnudaginn 18. desember næstkomandi. Hátíðarhöldin hefjast kl. 12:12.
Í tilefni af ákvörðun um byggingu þjónustu- og menningarmiðstöðvar í Spönginni bjóða þeir aðilar sem að byggingunni standa til hátíðarhalda sunnudaginn 18. desember næstkomandi. Hátíðarhöldin hefjast kl. 12:12.
Gengið verður úr Borgarholtsskóla yfir í Spöng þar sem þeir aðilar sem að byggingunni standa, marka sér land með kyndlum, að sið landnámsmanna. Stefán Jón Hafstein, formaður hverfisráðs Grafarvogs, ávarpar samkomuna. Undirritaðar verða viljayfirlýsingar þeirra aðila sem að byggingu menningarmiðstöðvarinnar og kirkjuselsins standa.
Unglingakór Grafarvogskirkju syngur jólalög. Gestum boðið upp á heitt kakó og smákökur. Jólasveinar líta við. Hátíðarhöldin verða haldin á fyrirhugaðri byggingarlóð þjónustu- og menningarmiðstöðvar í Spönginni.
Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness
Grafarvogskirkja
Lögreglan í Reykjavík
Hverfisráð Grafarvogs
Borgarbókasafn Reykjavíkur