Bygging menningarmiðstöðvar og kirkjusels í Spönginni var samþykkt í borgarráði 1. desember. Langþráður draumur um samstarf Grafarvogskirkju og Borgarinnar um aðstöðu fyrir helgihald og safnaðarstarf í Spönginni að rætast.
Bygging menningarmiðstöðvar og kirkjusels í Spönginni var samþykkt í borgarráði 1. desember. Langþráður draumur um samstarf Grafarvogskirkju og Borgarinnar um aðstöðu fyrir helgihald og safnaðarstarf í Spönginni að rætast.
Á sjálfan afmælisdag Lúters faðir kirkjudeildar okkar, 10 nóvember sl., kynntu borgaryfirvöld þá ákvörðun sína að byggja fjölskyldu-, menningar- og kirkjumiðstöð í Spönginni. Samstarfsverkefnið hefur haft töluverðan aðdraganda, en kirkjan leggur til landrými á kirkjulóðinni gegn því að fá hæfilega aðstöðu í menningarmiðstöðinni til helgihalds og safnaðarstarfs. Þessar áætlanir voru svo samþykktar formlega í borgarráði 1. desember 2005
Í miðstöðinni verður búið svo um hnútana að nýta megi með mjög svegjanlegum hætti sameginlega sali og fundaaðstöðu og þegar þannig bæri undir alrýmið við sérstök tækifæri, svo sem stórhátíðir og listviðburði.
Tilgangurinn er að skapa persónulegar aðstæður þar sem Grafarvogssöfnuður tekur þátt í samfélagsuppbyggingu í grenndarsamfélaginu með öðrum opinberum aðilum og félagasamtökum. Við í Grafarvogssöfnuði væntum mikils af þeim möguleikum sem í þessu felast og munum sérstaklega beina kröftum okkar að unglingum og ungmennum, en verslunarkjarninn og Borgarholtsskóli eru í næsta nágreni.
Framtíðarsýn okkar er að með þessu standi þeir aðilar sem vinna starf í grenndarsamfélaginu best saman, stykji hvorn annan og bjóði þá dýpt og breidd í þjónustunni sem núttímasamfélag og þjóðfélagsaðstæður þurfa. Félagsauður okkar nýtist betur og við tökum sameginglega ábyrgð á að skapa betra samfélag þar sem tækifærin bjóðast. Fjölskyldu-, menningar og kirkjumiðstöð er sannarlega stórkostlegt tækifæri og draumur sem nú er að verða að veruleika.