Sunnudagurinn 6. nóvember er allra heilagra messa. Guðsþjónusta verður í Grafarvogskirkju kl. 14 (ath. breyttan messutíma). Eins og undanfarin ár býður Grafarvogssöfnuður sérstaklega þeim sem misst hafa ástvini sína, til guðsþjónustu, sem og eldri borgurum safnaðarins. Barnaguðsþjónusta verður í kirkjunni og í Borgarholtsskóla kl. 11.
Allra heilagra messa í Grafarvogskirkju kl. 14:00 ath. breyttan messutíma. Sjá texta dagsins
Barnaguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11:00
Prestur séra Anna Sigríður Pálsdóttir. Umsjón: Hjörtur og Rúna.
Undirleikari: Stefán Birkisson.
Fjölskylduguðþjónusta í Borgarholtsskóla kl. 11:00
Prestur séra Bjarni Þór Bjarnason.
Umsjón: Gummi, Ingólfur og Tinna.
Undirleikari: Guðlaugur Viktorsson
Eins og undanfarin ár býður Grafarvogssöfnuður sérstaklega þeim sem misst hafa ástvini sína, til guðsþjónustu, sem og eldri borgurum safnaðarins.
Þann dag er þeirra sem á undan oss eru farnir sérstaklega minnst.
Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Önnu Sigríði Pálsdóttur og séra Bjarna Þór Bjarnasyni. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð. Organisti: Hörður Bragason.
Eftir guðsþjónustuna verður svo nefnt líknarkaffi en framlög renna í Líknarsjóð Grafarvogskirkju.