Mikil spenna og tilhlökkun var þegar Unglingakórinn lagði af stað. Myndalegur hópur, Grafarvogssókn og landi til sóma. Búið er að koma myndum frá brottför, ferðalagi og komunni til Bandaríkjanna á vefseli Kórsins, en þar er líka hægt að nálgast ferðasöguna.
30.júní 2005
Mikil spenna og tilhlökkun var þegar Unglingakórinn lagði af stað. Myndalegur hópur, Grafarvogssókn og landi til sóma. Búið er að koma myndum frá brottför, ferðalagi og komunni til Bandaríkjanna á vefseli Kórsins, en þar er líka hægt að nálgast ferðasöguna
Það var glaðbeittur hópur sem lagði af stað frá Grafarvogskirkju um kl.13:00 í dag. Allt gekk að óskum. Ekki fengum við þó sæti öll saman í fluginu svo lítið fór fyrir söng á leiðinni en mikla athygli vöktum við meðal farþega og vorum spurð oftar en einu sinni hvort við værum í fótboltaliði! Þegar búið var að komast í gegnum tollinn, sem gekk stórslysalaust, var gengið í að finna rútuna sem beið eftir okkur. Þetta er frábærlega hreinleg, góð og þægileg rúta sem gott verður að ferðast í á morgun og næstu daga. Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir á Holiday Inn Express hótelinu fórum við á mexíkóskan veitingastað. Yfirmaðurinn þar var svo hrifinn af því að við skyldum velja að koma þangað að hann gaf okkur heilmikinn afslátt! Við þökkuðum fyrir okkur með því að syngja fyrir viðstadda og vakti það mikla lukku. Nú eru allir komnir inná herbergi þreyttir en ánægðir og vonandi sofnaðir eða við það að sofna því í fyrramálið verður lagt snemma af stað til Kanada. Sjá fleiri myndir