Hátíðarhöld sjómannadagsins í Grafarvogi hefjast sunnudaginn 5. júní kl. 09:30 við fornt naust fyrir neðan kirkjuna. Guðsþjónusta hefst kl. 10:00
Hátíðarhöld sjómannadagsins í Grafarvogi hefjast á sunnudag kl. 09:30 við fornt naust fyrir neðan kirkjuna Félagar úr Björgunarsveitinni Ársæli taka þátt. Árni Johnsen mun syngja sjómannalög með þátttakendum. Opnuð verður sýning á verkum Árna Johnsen sem mörg hver tengjast sjó og sjómennsku.
Að helgistundinni lokinni hefst guðsþjónusta kl. 10 ath. breyttan messutíma. Séra Vigfús Þór Árnason þjónar fyrir altari ásamt séra Lenu Rós Matthíasdóttur. Árni Johnsen flytur hugleiðingu. Ritningarorð flytjur Örn Pálsson, framkvæmdarstjóri Landsambands smábátaeigenda. Kór Grafarvogskirkju syngur, organisti Hörður Bragason.
Kaffi og kleinur eftir messu að íslenskum sjómannasið.