Tónlistarstund í Grafarvogskirkju sunnudaginn 20.febrúar kl. 20:00. Flytjendur eru Lux Terrae ásamt unglingakór Grafarvogskirju. Aðgangur ókeypis og selt verður kaffi til ágóða fyrir ferðasjóð unglingakórsins að tónleikum loknum. Tónlistarhópurinn Lux terrae (Ljós jarðar) hefur að undanförnu vakið athygli fyrir nýstárlega sálmadagsskrá.
Tónlistarstund í Grafarvogskirkju sunnudaginn 20.febrúar kl. 20:00
Flytjendur eru Lux Terrae:
Maríanna Másdóttir söngur
Hilmar Örn Agnarsson orgel/piano
Jóhann Stefánsson trompet
Sigurgeir Sigmundsson gítar
Jóhann Ásmundsson bassi
ásamt Unglingakór Grafarvogskirkju, –stjórnandi Oddný Jóna Þorsteinsdóttir
Allir eru hjartanlega velkomnir, aðgangur er ókeypis. Eftir stundina verður selt kaffi og meðlæti
Allur ágóði rennur í ferðasjóð Unglingakórs Grafarvogskirkju
Öðru vísi sálmadagskrá í flutningi Lux terrae
Tónlistarhópurinn Lux terrae (Ljós jarðar) hefur að undanförnu vakið athygli fyrir nýstárlega sálmadagsskrá. Hilmar Örn Agnarsson organisti í Skálholti og forsvarsmaður hópsins hefur orðið:
Þegar Lúther fór að yrkja ýmis lög sem alþýðan söng á sextándu öldinni og flytja þau í kirkjum var hann látinn svara til saka fyrir athæfi sitt. Hann sagði eitthvað í þessa veru:við látum ekki djöfulinn hafa öll bestu lögin og hélt áfram að yrkja guði til dýrðar. Á sama tíma urðu til mörg lög sem lifað hafa í kirkjum heimsins allt fram á þennan dag og sem dæmi má nefna sálminn Hærra minn Guð til þín sem á fyrri öldum var eins konar steppdans. Enskur biskup fann laginu leið inn í kirkjuna og þar hefur það verið síðan og notað mikið. Þannig má segja að söngvar þeir og sálmar sem í dag eru sungnir í kirkjunum eigi margar og ólíkar rætur.
Lux Terrae flytur eins og áður sagði sálma og tónlist sem almennt er í dag þekkt sem sálmalög, en eiga sér það flest sammerkt að eiga alls konar rætur jafnt utan sem innan kirkjutónlistar. Einnig flytur Lux terrae lög sem má segja að tilheyri ýmsum sérstökum söfnuðum eins og Hvítasunnusöfnuðnum og Hjálpræðishernum. Aðalatriðið segir Hilmar er að sú flóra af sálmum sem Lux terrae flytur er fjölbreytt og tökum við okkur líka leyfi til þess að fara með lögin á þann hátt sem við upplifum að þau njóti sín best í svona prógrammi, sem leikandi létt lofgjörð.
Lux terrae skipa Jóhann Stefánsson sem leikur á trompet og slagverk, Sigurgeir Sigmundsson leikur á gítar og Hilmar Örn Agnarsson sem leikur á orgel. Söngkona hópsins er Maríanna Másdóttir, en hún hefur m.a. stundað nám í óperusöng hjá Elínu Ósk Sigmundsdóttur og einnig í Bandaríkjunum. Í seinni tíð hefur Maríanna í æ ríkara mæli snúið sér að trúarlegum söngvum.
Lux terrae hyggur á tónleikahald í kirkjum landsins á komandi vetri og er áhugasömum bent á að hafa samband við Hilmar Örn Agnarsson í síma 486-8702 eða Sigurgeir Sigmundsson í síma 896-9748 til þess að fá frekari upplýsingar.
Með tónlistarkveðju Lux terrae