9. febrúar nk., á öskudag, kl. 18:00, hefjast stuttar helgistundir í Grafarvogskirkju sem verða alla virka daga föstunnar, í 31 skipti alls. Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, mun verða fyrstur til að lesa.
9. febrúar nk., á öskudag, kl. 18:00, hefjast stuttar helgistundir í Grafarvogskirkju sem verða alla virka daga föstunnar, í 31 skipti alls.
Síðasta stundin mun verða 23. mars nk. Hver helgistund stendur yfir í fimmtán mínútur og saman stendur af víxllestri, passíusálmi, bæn og blessun.
Þessar helgistundir bera yfirskriftina „Á leiðinni heim.“ og eru haldnar þriðja árið í röð. Fólk getur komið við í Grafarvogskirkju á leiðinni heim til sín að loknum vinnudegi og hlustað á lestur úr einum passíusálmi í hvert sinn. Að þessu sinni munu ráðherrrar og alþingismenn lesa úr Passíusálmunum.
Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, mun verða fyrstur til að lesa.