Sunnudaginn 23. janúar kl. 11:00 verður mikil barnahátíð í prófastsdæminu. Börnin í Grafarvogssókn láta ekki sitt eftir liggja og mæta við Borgarholtsskóla eða Grafarvogskirkju milli kl. 10:00 og 10:30. Lagt verður af stað kl. 10:30 til að ná góðum sætum í Seljakirkju. Birta og Bárður úr Stundinni okkar koma og skemmta krökkunum.
Sunnudaginn 23. janúar kl. 11:00 verður mikil barnahátíð í prófastsdæminu.
Börnin í Grafarvogssókn láta ekki sitt eftir liggja og mæta við Borgarholtsskóla eða Grafarvogskirkju milli kl. 10:00 og 10:30. Lagt verður af stað kl. 10:30 til að ná góðum sætum í Seljakirkju.
Birta og Bárður úr Stundinni okkar koma og skemmta krökkunum.
Guðfinna brúða ætlar á sinn einstaka hátt að fræða viðstadda um mikilvægi okkar allra í augum Guðs. Trúður gefur börnunum blöðrur í öllum regnbogans litum. Mikið verður sungið og trallað. Lögð verður áhersla á sunnudagaskólabörnin, en sá markhópur telur börn á aldrinum 2 – 9 ára.
Þau sem ekki komast nógu tímalega geta farið á einkabílum eða tekið ,,eftirlegurútu“ sem leggur af stað frá kirkjunni um kl. 11:00.
Fjölskyldan er öll velkomin!