Frá og með 1. nóvember 2004, tekur séra Elínborg Gísladóttir til starfa við Grafarvogskirkju. Séra Elínborg var ráðin til afleysinga í námsleyfi séra Önnu Sigríðar Pálsdóttur, en hin síðar nefnda mun hefja störf á ný þann 1. ágúst 2005.
Séra Elínborg hefur undanfarin ár verið við afleysingar sem sóknarprestur við Ólafsfjarðarkirkju.