Sunnudaginn 15. október verður nóg um að vera í Grafarvogssöfnuði en þá verður Fjölnismessa í Grafarvogskirkju kl. 11:00 og sunnudagaskóli á neðri hæðinni á sama tíma og síðan verður Selmessa kl. 13:00 í Kirkjuselinu þar sem Guðrún Árný Karlsdóttir syngur ásamt Vox Populi.
Grafarvogskirkja og íþróttafélagið Fjölnir bjóða í nærandi og skemmtilega Fjölnismessu. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir leiðir stundina. Iðkendur Fjölnis ganga saman inn með heiðursfána Fjölnis undir söng Fjölnislagsins. Jón Karl Ólafsson, formaður aðalstjórnar, flytur ávarp, Elísa Kristmannsdóttir og Pétur Veigar Pétursson úr aðalstjórn lesa ritningarlestra og iðkendur í starfi Fjölnis flytja almenna kirkjubæn. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar organista. Jón Karl Ólafsson spilar á hljómborð, Pétur Veigar og Birgir Gunnlaugsson spila á gítar. Barnakór Grafarvogskirkju syngur nokkur lög undir stjórn Sigríðar Soffíu Hafliðadóttur.
Við hvetjum ykkur öll að koma í Fjölnislitunum. Eftir góða stund í kirkjunni er ykkur öllum boðið að þiggja kaffi, djús og kleinur í safnaðarheimilinu.
Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikar er Stefán Birkisson.
Selmessa kl. 13:00 í Kirkjuselinu. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar. Vox Populi leiðir söng undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Einsöngvari er Guðrún Árný Karlsdóttir. Vox Populi býður upp á kaffiveitingar eftir messuna.
Verið velkomin!