„Prjónað á almannafæri“- Dagurinn
verður haldinn 10. júní kl. 13 – 16 í Grafarvogskirkju á gamla bókasafninu (á neðri hæðinni).
Aðstaða fyrir prjónara er bæði útí á grasinu með útsýni yfir Grafarvoginn og inní, ef veðrið verður of hráslagalegt fyrir útiveru.
Nægt pláss er fyrir barnavagna. Hjólastólanotendur velkomnir.
Lyfta, salerni (líka fyrir hreyfihamlaða) og skiptiborð til staðar.

Gestir eru hvattir til að koma með útivistardýnur eða -stóla, fatnað eftir veðri, prjónles, nesti og góða skapið!
Vantar þig prjónaaðstoð? Tilvalið er að koma með ókláruð verkefni og fá ráð og dáð hjá reyndum prjónurum.

Verið hjartanlega velkomin!

Viltu vera með í klúbbnum?
Lokaði hópurinn okkar er hér:
https://www.facebook.com/groups/240095493088295/