Uppstigningardagur, sem tileinkaður hefur verið eldri borgurum, verður haldinn hátíðlegur í Grafarvogskirkju. Hátíðarguðsþjónusta verður í Grafarvogskirkju kl. 14:00. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og prestar safnaðarins þjóna fyrir altari. Karlakór Grafarvogskirkju syngur undir stjórn Írisar Erlingsdóttur. Organisti er Hákon Leifsson. Kaffi og veitingar í boði sóknarnefndar og Safnaðarfélags Grafarvogskirkju. Karlakórinn syngur einnig í kaffisamsætinu. Verið innilega velkomin!
Prjónakaffið verður einnig á sínum stað um kvöldið í Grafarvogskirkju kl. 20:00.