img_7193

Grafarvogskirkja kl. 11:00:

Guðsþjónusta þar sem fermingarbörnum úr Foldaskóla og fjölskyldum þeirra er sérstaklega boðið að taka þátt. Að guðsþjónustu lokinni verður kynning á á fermingarvetrinum og Pálínuboð. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru vinsamlega beðin um að koma með eitthvað á hlaðborðið.
Sr. Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar ásamt sr. Örnu Ýrr Sigurðardóttur, messuþjónum og fermingarbörnum. Vox populi syngur. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.

Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir og undirleikari er Stefán Birkisson.

Kirkjuselið kl. 13:00:

Selmessa í stóra salnum. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir pédikar og þjónar ásamt messuþjónum og fermingarbörnum. Vox populi syngur og Hilmar Örn Agnarsson er organisti.

Sunnudagskóli undir stjórn Matthíasar Guðmundssonar. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Velkomin öll!