Grafarvogskirkja kl. 11:00
Sunnudagaskóli á neðri hæð kikrjunnar. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir guðfræðinemi. Undirleikari er Stefán Birkisson. Efni vetrarins er afar skemmtilegt og það verður gaman að koma aftur saman í kirkjunni með Þóru, Stebba og prestunum.
Guðsþjónustua þar sem fermingarbörnum úr Vættaskóla, Rimaskóla og Kelduskóla er boðið sérstaklega ásamt fjölskyldum sínum. Á eftir
verður stuttur fundur um fermingarstarfið í vetur og síðan Pálínuboð. Fjölsyldur fermingarbarna vinsamlegast beðnar um að koma með eitthvað gott á veisluborðið. Séra Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur prédikar og þjónar ásamt séra Örnu Ýrr Sigurðardóttur og messuþjónum. Vox populi syngur og organisti er Hilmar Örn Agnarsson.
Kirkjuselið kl. 13:00
Sunnudagaskóli. Umsjón hefur Matthías Guðmundsson æskulýðsleiðtogi Grafarvogskirkju. Undirleikari er Stefán Birkisson. Loksins byrjum við aftur í kirkjuselinu með barnastarfið og eru öll börn, bæði lítil og stór, velkomin! Sama skemmtilega sunnudagaskólaefni verður í boði hér og í kirkjunni.
Fyrsta Selmessa haustsins. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Vox populi syngur og Hilmar Örn Agnarsson er organisti.
Kaffisopi eftir messu!