Guðsþjónusta, handavinnusýning og kirkjukaffi!

Uppstigningardagur er tileinkaður eldriborgurum og verður haldinn hátíðlegur á margvíslegan hátt í Grafarvogssöfnuði.

Hátíðarguðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 14:00
Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Örnu Ýrr Sigurðardóttur og séra Sigurði Grétari Helgasyni og Stefaníu Steinsdóttur, guðrfræðinema. Kirkjukórinn mun syngja ásamt Karlakór Grafarvogs. Stjórnendur eru Íris Erlingsdóttir og Hákon Leifsson, organisti.

Eftir guðsþjónustu verður opnuð syning í Kapellu kirkjunnar á munum eldriborgara. Sýningin verður opin fram á sunnudag.

Kaffi og veitingar verða eftir guðsþjónustu í boði sóknarnefndar og safnaðarfélags Grafarvogskirkju.

Velkomin!