Guðsþjónusta kl. 11:00 sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt öllum prestum safnaðarins. Sr. Bjarni Þór er nú að kveðja Grafarvogssöfnuð eftir ellefu ára þjónustu og því verður boðið til kaffisamsætis að lokinni guðsþjónustu. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Hákons Leifssonar, organista og Björg Þórhallsdóttir syngur einsöng.

Sunnudagaskóli verður á neðri hæð kirkjunnar á sama tíma. Umsjón hefur Anna Arnardóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.
Borgarholtsskóli:
Bíómessa kl. 11:00 sr. Árni Svanur Daníelsson prédikar og þjónar. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar leiða söng. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.
Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Gunnfríðar Tómasdóttur.
Velkomin!